Hláturinn bætir lífið

Þær voru brosmildar konurnar sem komu á níunda námskeiðið í Fögruhlíð helgina 10-12 mars síðastliðinn. Alveg óvart þá gengum við 7,7 km fyrsta daginn en það reyndist góð byrjun á helginni. Konurnar voru á aldrinum frá 18 ára til 48 ára og sem fyrr þá er aldurinn svo afstæður og alltaf ná hóparnir mjög vel saman og eru orðnar hinar bestu vinkonur við brottför úr Fögruhlíð. Kvöldvakan á laugardeginum vakti mikla lukku og kvartað var undan hlátrasköllum frá næstu bæjum. Sigríður ráðskona galdraði fram gómsætan mat af hreinni snilld og er það stór þáttur í því að bæta andlega sem og líkamlega líðan. Það snjóaði á nóttunni en var sól og blíða á daginn … hvílík fegurð í Hlíðinni þessa helgi.

Comments are closed.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is