Um fjallgöngur og verki

Það voru átta vaskar konur sem komu á námskeið í Fögruhlíð þann 12 -14 maí og aldrei hefur aldursbilið verið jafn breytt, en þær voru á aldrinum frá 16 ára og sú elsta í hópnum var 57 ára. Það hefur sýnt sig að aldur skiptir ekki máli þar sem konur koma saman og sú yngsta í hópnum hafði orð á því að konurnar hefðu gefið sér ómældan stuðning og hvatningu. Á laugardagsmorgninum var farið í fjallgöngu upp á Ingimundarheiði og gróflega áætlað gengum við 300 metra, allt á fótinn og útsýnið sveik okkur ekki enda var veðrið hreint frábært. Tvær kvennanna kvörtuðu um verki í upphafi göngunnar, önnur var með magaverk en hin konan kvartaði um þrálátan verk í mjöðmum. Þær voru eindregið hvattar til að hefja gönguna enda gætu þær sest niður og hvílt sig ef allt færi á hinn versta veg. Á toppinn komumst við allar og þá beindist athyglin að verkjuðu konunum sem lýstu því yfir að þær væru orðnar verkjalausar. Dregin var sú ályktun að fjallgöngur væru allra meina bót … svona í hófi.

Comments are closed.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is