Um konur og kærleika

Þær komu úr öllum áttum, á svipuðum aldri og allar höfðu þær tekist á við verkefni lífsins, sem voru bæði stór og smá og ekki síst fjölþætt. Lífið er stöðugt að færa okkur verkefni og þess vegna er mikilvægt að vinna að þeim með lausnarmiðaðri sýn … það auðveldar úrvinnsluna. Að þessu sinni fór sjálft námskeiðið fram í sumarhúsi kvenfélags Fljótshlíðar, í skógi vöxnu umhverfi innar í Fljótshlíðinni, en gisting og málsverðir voru sem fyrr í Fögruhlíð. Vinnan á námskeiðinu þessa helgi einkenndist af samkennd hópsins og miklum kærleika sem konurnar umvöfðu sjálfar sig og hinar í hópnum og þær voru ákveðnar í því að gera það sama framvegis gagnvart öðru fólki. Konur eru eðlislægt umhyggjusamar og kærleiksríkar manneskjur og svo fúsar að deila því með öðrum, en þessi eiginleiki kvenna verður seint metinn þeim til tekna. Með hugarverkfærin kærleikann og fyrirgefninguna í farteskinu erum við betri manneskjur, öll samskipti við annað fólk verða auðveldari og ánægjulegri og lífið sjálft farsælla.

Comments are closed.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is