Kraftur Náttúrunnar

Náttúran er full af orku og er tilbúin að gefa okkur hlutdeild í þeim krafti sem hún býr yfir, ef við sjálfar erum tilbúnar að leita eftir honum. Það sýndi sig á haustnámskeiðunum að kraftur náttúrunnar í Fljótshlíðinni er einstakur og var þess vegna lögð áhersla á frekari útivist í náttúrunni og unnið með hluta af námsefninu þar. Veðurfarið ver einstakt, sól og blíða og komst hitinn upp í 17 stig þegar best lét á námskeiðunum. Konurnar nutu þess að tengjast krafti náttúrunnar ennfrekar og sem fyrr þá halda konurnar heim léttar í lund, brosandi og það besta er að þær eru lausar við áhyggjur!

Comments are closed.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is