Áfallahjálp

Margir eiga um sárt að binda vegna hvers konar áfalla á lífsleiðinni. Áföllin geta komið fyrirvaralaust og fólk er almennt ekki viðbúið því að takast sjálft á við erfið tilfinningaleg verkefni eins og til dæmis dauðsföll og hjónaskilnaðir eru. Fyrst í stað er óskað eftir stuðningi í formi áfallahjálpar, síðar kemur inn meðferðarvinna ef fólki tekst ekki að vinna sig í gegnum sorgina á eigin forsendum. Sé þess óskað er komið heim til fólksins og miðast meðferðarvinnan við þarfir viðkomandi einstaklings/fjölskyldna.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is