Blómið liljan

Nafn fyrirtækisins er dregið af blóminu Liljunni sem er hvítt að lit og vex gjarnan villt úti á víðavangi. Það var á Ítalíu vorið 1997 sem sú hugmynd kviknaði að gefa fyrirtækinu þetta nafn. Í kaþólskum kirkjum eru myndir af Maríu guðsmóður algengar og iðuglega heldur hún á þessu fallega, hvíta blómi í hendi sér.

Fegurð blómsins felst í einfaldleika þess og hreinleika. Líkja má sálarlífi mannsins við þá lýsingu og minna á að oft erum við að leita langt út fyrir skammt og að einfaldleikinn er það sem eftir situr við ævilok.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is