Þörf eða Þyrnirósarsvefn?

Fjöldi manns hefur unnið sig frá andlegri vanlíðan án nokkurra geðdeyfðarlyfja. Það er alltaf mikilvægt að gefa sér tíma og leitast við að komast að rótum vandans, áður en gripið er til geðlyfja.

Andleg vanlíðan er ekki endilega af geðrænum toga

Erlendar rannsóknir gefa til kynna að það sé tilhneiging heilbrigðisfagfólks að sjúkdómsgera tilfinningalega vanlíðan kvenna sem oft er fremur af félagslegum rótum runnin en geðrænum og bjóða þunglyndislyf sem fyrsta og eina meðferðarúrræðið. Notkun þunglyndislyfja er meiri meðal kvenna en karla á Íslandi og fengu konur 74% fleiri dagskammta en karlar í heild á árinu 2001. Konur hafa meiri þörf en karlar til að tala um tilfinningalega líðan sína; samviskubit, áföll í bernsku, innibyrgða reiði og sorg, sem þær skynja undirniðri að þarf að koma upp á yfirborðið svo að hægt sé að sigrast á depurðunni, kvíðanum og angistinni. Karlar eru aftur á móti fremur uppteknir af erfiðleikum á líðandi stund, til dæmis í samskiptum við maka, börn og vinnufélaga og eru sannfærðir um að eitthvað í umhverfinu eða ytri aðstæður valdi þeim vanlíðan. Þeir eru ekki eins ginkeyptir fyrir geðdeyfðarlyfjum og konur, en virðast gjarnari en þær á að fá útrás fyrir reiði og sorg í óhóflegri áfengisdrykkju.

Lestu afganginn »

« »

Þunglyndislyfi eru engin lækning (grein úr Vikunni)

Viðtal í Vikunni þann 9 nóvember 2004

Búum við yfir einhverri innri orku sem hægt er að virkja okkur sjálfum og öðrum til góðs? Bergþóra Reynisdóttir geðhjúkrunarfræðingur trúir að svo sé og það sem meira er hún hefur sannreynt það í eigin lífi. Nýlega ákvað hún að setja saman helgarnámskeið fyrir konur þar sem hún og hjálparkona hennar, Katrín Jónsdóttir, svæða- og viðbragðsfræðingur, blása konum í brjóst seiglu og styrk.

Námskeiðið heitir Innri friður – Innri styrkur og er haldið að Fögruhlíð í Fljótshlíð þar sem Bergþóra og kærasti hennar hafa verið í óðaönn við að laga húsið og koma upp aðstöðu til námskeiðahalds. Bergþóra hefur starfað innan geðheilbrigðiskerfisins í rúm tuttugu ár og lýsti því eitt sinn yfir í heyranda hljóði að hún ætlaði sér að taka þátt í að breyta kerfinu þannig að það félli betur að þörfum nútímakvenna.

Lestu afganginn »

« »

Viðtal við Lilju Sigurðardóttur (úr Vikunni)

Viðtal í Vikunni 33 tbl. 67 árg., 24 ágúst, 2005

„Lífið fýkur ekki lengur fram hjá mér“

Lilja Sigurðardóttir hefur barist við þunglyndi í átta ár. Líðan hennar hefur verið sveiflukennd þennan tíma en á stundum verið svo slæm að helst hafi hún viljað binda enda á líf sitt. *Í vetur kynntist Lilja Bergþóru Reynisdóttur geðhjúkrunarfræðingi og með hjálp hennar tekist að fá jákvæða sýn á lífið og og líta bjartari augum til framtíðar, auk þess sem lyfjaskammturinn hefur minnkað.*

Lilja er ung að árum og ætti samkvæmt hugmyndum samfélagsins að vera að lifa blómaskeið lífs síns og sín bestu ár. Hvenær byrjaði hún fyrst að finna fyrir þunglyndi?

Lestu afganginn »

»

Innri friður – Innri styrkur

Hvað þarf til að viðhalda andlegu jafnvægi?

Hreyfing, hvíld, hollt mataræði gott sjálfstraust og áreitastjórnun eru grundvallarþættir í andlegri vellíðan. Til að ná og andlegu jafnvægi þarf fólk að rækta ,,sjálfið” daglega og vera sér meðvitað um öll þau ytri áreiti sem hafa mikil áhrif á sálarlífið, meðal annars samskipti við aðra. Jákvæð hugsun, gleði og bjartsýni eru besta vítamínsprautan.

Lestu afganginn »

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is