Fagrahlíð

Fljótshlíðin

Fljótshlíðin er í 105 km fjarlægð frá höfuðborginni eða um einnar klukkustundar akstur. Fegurð Fljótshlíðar felst í kyrrð og krafti náttúrunnar þar sem umhverfið mótast annars vegar af jöklum (Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull) og hins vegar af endalausri víðáttu út á ysta sjóndeildarhring. Úr brekkunni í Fögruhlíð birtist víðátta Suðurlandsundirlendis og Vestmannaeyjar sjást úti við sjóndeildarhring og virðast ójarðneskt ævintýraland sem svífur í loftinu fremur en að vera umflotnar sjó.

Gisting og fæði

Lögð verður áhersla á næringarríkan og ferskan mat, meðal annars grænmetisfæði og heimabökuð brauð. Boðið verður upp á morgunverð, hádegisverð, kaffi og kvöldverð. Fjölbreyttur matseðill er í boði á meðan námskeiði stendur.
Boðið upp á einbýli og tveggja manna herbergi.

Hreyfing og útivist

Á námskeiðinu er lögð áhersla á útivist og hreyfingu og farið verður í léttar gönguferðir í kraftmikilli og fallegri náttúru.

Hafa meðferðis:

Sundföt og sundhandklæði, náttföt, náttslopp og inniskó, strigaskó/gönguskó, bakpoka, vatnsbrúsa, endurskinsmerki, þægileg ullarföt og hlýjan yfirfatnað.
Allur rúmfatnaður, baðhandklæði ásamt teppum eru á staðnum.

Styrkir stéttarfélaga

Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
ásamt fleiri stéttarfélögum veita félagsmönnum styrk til þátttöku á námskeiðinu.

Greiðslur
  • Gengið er frá greiðslum tveimur vikum fyrir námskeið.
Gjafakort

Liljan býður einnig upp á gjafakort sem má panta í gegnum netið og einnig í símum 863 6669 / 564 6669. Góð gjöf í fallegum gjafapakka.

Bæklingur

Hægt er að fá sendan bækling með myndum af Fljótshlíðinni og frekari upplýsingum um námskeiðið.

Ferðir

*Þátttakendur koma á eigin bílum eða að nokkrir þeirra hóa sig saman í bíl, þannig að allir fá far.

Nánari upplýsingar eru í síma 863 6669 / 564 6669. Þátttakendur geta skráð sig í gegnum netið og óskað nánari upplýsinga.

Dagskráin í Fögruhlíð
Föstudagur:

|10:00-10:30|- Kynning á dagskrá

|10:30-12:00|- Gengið í krafti náttúrunnar

|12:00-13:00|- Miðdagsverður

|13:00-14:30|- Slakaðu á! Vertu til ,,Núna”

|14:30-16:00|- Fortíðin kvödd

|16:00-17:30|- Gerðu það ,,þín vegna”

|17:30-18:30|- Lífsorkan

|19:00-20:00|- Kvöldverður

|21:00-22:00|- Slökun og hugleiðsla

Laugardagur:

|08:00-08:30|- Morgunganga

|08:30-09:30|- Morgunverður

|09:30:11:30|- Uppgötvaðu eigin innri kraft og fegurð

|11:30-13:00|- Þroskaðu tilfinningar þínar

|13:00-14:00|- Miðdagsverður

|14:00-15:00|- Treystu ,,Sjálfinu” þínu

|15:30-17:00|- Áreitastjórnun

|17:00-18:30|- Sjálfshjálp í svæða- og viðbragðsmeðferð

|19:00-20:00|- Kvöldverður

|21:00-22:00|- Slökun og hugleiðsla

Sunnudagur:

|08:30-09:00|- Morgunganga

|09:00-10:00|- Morgunverður

|10:00-11:30|- Samskiptahæfni

|11:30-13:00|- Samskiptaþjálfun

|13:00-14:00|- Miðdagsverður

|14:00-15:30|- Þroskaðu með þér nýja hæfni

|15:30-16:30|- Hugleiðsla og slökun

|16:30-17:00|- Námskeiðslok

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is