Jákvæðniæfingin

Segðu upphátt við sjálfa/n þig á hverjum morgni, þegar þú hoppar fram úr rúminu:

,,Þetta verður frábær dagur”

og lifðu daginn á þann hátt.

Þessi æfing á að hjálpa þér að verða jákvæð/ur gagnvart lífinu og samskiptum við annað fólk. Það verður allt svo miklu auðveldara þegar við lifum lífinu á jákvæðu nótunum. Þá komum við auga á öll þau tækifæri sem lífið býður upp á … alla þá gleði sem okkur er ætluð og það er á mína ábyrgð að vera hamingjusöm/samur.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is