Námskeið

Innri friður – Innri styrkur
Helgarnámskeið í Fljótshlíð

Smellt hér til að skrá þig á námskeið

Sjálfseflingarnámskeið er haldið reglulega að Fögruhlíð í Fljótshlíð.

Helstu markmið eru að:

Að byggja upp grunnundirstöðu í sjálfsþekkingu, sjálfseflingu og samskiptahæfni sem leiðir til innra öryggis og tilfinningalegs jafnvægis. Að viðhalda jákvæðum samskiptum og leysa árekstra með lausnarmiðaðri sýn.
Áhersla er á jákvæða hugsun, slökun og ,,Lifðu Lífinu Lifandi”.

 • Byggja upp grunnundirstöðu í sjálfsþekkingu
 • Efla samskiptahæfni
 • Auka innri styrk
 • Kynnast mætti fyrirgefningar og kærleikans í samskiptum.
 • Öðlast aukið sjálfstraust til að takast á við lífið á breyttum forsendum.
 • Efla jákvæða hugsun.
 • Kynnast áhrifamætti slökunar
 • Læra að lifa í ,,Núinu”
 • Kveðja það liðna með jákvæðu hugarfari
 • Öðlast hugarró og innra jafnvægi

Fólk lærir að leita lausna á tilfinningalegu ójafnvægi sem oftast leiðir til ýmissa geðrænna einkenna. Með því að takast á við áðurgreinda grundvallarþætti andlegrar líðunar má koma í veg fyrir að t.d. þunglyndi og kvíði nái tökum á einstaklingnum.
Besta forvörn og sá þáttur sem gerir lífið áhugavert er jákvæð lífssýn, gleði og bjartsýni.

Leiðbeinandi verður Bergþóra Reynisdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, MSc. Gestakennari verður Katrín Jónsdóttir, Svæða-og viðbragðsfræðingur. Námskeiðið hefst á fimmtudegi kl 12:00 og því lýkur á sunnudeginum kl 14:00. Þátttakendur fá skjal til staðfestingar á þátttöku sinni, sem eru alls 40 kennslustundir.

Svæða-og viðbragðsfræði byggir á austurlenskum kenningum um lífsorkuna, hvernig hún vinnur og það hvernig við getum nýtt okkur þessa þekkingu til heilsubótar.
Eftirfylgd

Þátttakendum er boðið upp á mánaðarlega fundi í tvo mánuði eftir námskeiðið og verða þeir í húsnæði Liljunnar ehf í Kópavogi. Þar hittist viðkomandi hópur og unnið verður áfram að uppbyggingu ,,Innra styrks” og haldið áfram eftirliti með þeim verkefnum sem hver og einn þátttakandi er að vinna að. Reynslan hefur sýnt að eftirfylgdin er mikilvægur þáttur í því ferli að byggja upp sjálfstraust og auka innri styrk.

Gisting og fæði

Lögð verður áhersla á næringarríkan og ferskan mat, meðal annars grænmetisfæði og heimabökuð brauð. Boðið verður upp á morgunverð, hádegisverð, kaffi og kvöldverð. Fjölbreyttur matseðill er í boði á meðan námskeiði stendur.
Boðið upp á einbýli og tveggja manna herbergi í Fögruhlíð

Hreyfing og útivist

Á námskeiðinu er lögð áhersla á útivist og hreyfingu og farið verður í léttar gönguferðir í kraftmikilli og fallegri náttúru.

Styrkir stéttarfélaga

Stéttarfélög veita félagsmönnum styrk til þátttöku á námskeiðinu.

Kostnaður

Námskeiðið Innri friður-Innri styrkur með gistingu í þrjár nætur, fullt fæði ásamt eftirfylgd kostar kr 89.000 og kr 99.000 í einbýli.

Greiðslur
 • Gengið er frá greiðslum viku fyrir námskeið.
Gjafakort

Liljan býður einnig upp á gjafakort sem má panta í gegnum netið og einnig í símum 863 6669 / 564 6663. Góð gjöf í fallegum gjafapakka.

Bæklingur

Hægt er að fá sendan bækling með myndum af Fljótshlíðinni og frekari upplýsingum um námskeiðið.

Ferðir

*Þátttakendur koma á eigin bílum eða að nokkrir þeirra hóa sig saman í bíl, þannig að allir fá far.

Nánari upplýsingar eru í síma 863 6669 / 564 6663. Þátttakendur geta skráð sig í gegnum netið og óskað nánari upplýsinga.

Dagskráin í Fögruhlíð

Fimmtudagur
Kl: 12:00 – 12:30 Kynning á dagskrá , þátttakendur kynna sig.
Kl: 12:30 – 13:00 Hádegisverður
Kl: 13:00 – 14:00 Slakaðu á! Vertu til ;Núna”!
Kl: 14:00 – 15:00 Hvíld
Kl: 15:00 -16:00 Kraftur Lífsorkunnar (K.J.)
Kl: 16:00 – 16:30 Kaffi
Kl: 16:30 – 18:30 Kyrrðarstund og orkuæfingar í Þorsteinslundi
Kl 19:00 – 20:30 Kvöldverður
Kl: 21:00 – 21:30 Slökun og hugleisla

Föstudagur
Kl: 08:00-09:00 Morgunverður
Kl: 09:00-10:00 Gönguferð og orkuæfingar
Kl: 10:00-11:30 Að sættast við sjálfa sig og kveðja fortíðina
Kl: 11:30-12:30 Svæðameðferð til sjálfshjálpar og heilunar (K.J.)
Kl: 12:30-13:30 Hádegisverður
Kl: 13:30-14:30 Hvíld
Kl: 14:30-16:00 Efla jákvæða hugsun
Kl: 16:00-17:00 Sjálfstyrkjandi æfingar
Kl: 17:00-18:30 Kyrrðarstund og orkuæfingar á bökkum Þverár
Kl: 19:00-20:30 Kvöldverður
Kl: 21:00-21:30 Slökun og hugleiðsla

Laugardagur
Kl: 08:00-09:00 Morgunverður
Kl: 09:00-10:00 Gönguferð og orkuæfingar
Kl: 10:00-11:30 Treystu ,,Sjálfinu” þínu
Kl: 11:30-12:30 Samskiptahæfni
Kl: 12:30-13:30 Hádegisverður
Kl: 13:30-14:30 Hvíld
Kl: 14:30-15:30 Áreitastjórnun
Kl: 15:30-16:30 Samskiptaþjálfun (hópastarf )
Kl: 17:00-20:00 Kyrrðarstund og orkuæfingar í Vík í Mýrdal
Kl: 20:00-21:30 Kvöldverður í Vík
Kl: 22:00-22:30 Slökun og hugleiðsla

Sunnudagur 3. október
Kl: 08:00-09:00 Morgunverður
Kl: 09:00-10:00 Gönguferð og orkuæfingar
Kl: 10:00-11:00 Samskiptaþjálfun (hópastarf)
Kl: 11:00-12:30 Að viðhalda tilfinningalegu jafnvægi
Kl: 12:30-13:30 Hádegisverður
Kl: 13:30-14:00 Lokaorð þátttakenda

Eftirfylgd:
Þátttakendum er boðið uppá mánaðarlega fundi í Kópavogi, í tvö skipti eftir námskeiðið.

Hafa meðferðis:
Sundföt, strigaskó/gönguskó, þægileg bómullarföt inni og hlýjan yfirfatnað úti. Léttan göngupoka ásamt vatnsbrúsa.
Allur rúmfatnaður, sloppar og inniskór, handklæði ásamt teppum eru á staðnum.

Fljótshlíðin

Fljótshlíðin er í 105 km fjarlægð frá höfuðborginni eða um einnar klukkustundar akstur. Fegurð Fljótshlíðar felst í kyrrð og krafti náttúrunnar þar sem umhverfið mótast annars vegar af jöklum (Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull) og hins vegar af endalausri víðáttu út á ysta sjóndeildarhring. Úr brekkunni í Fögruhlíð birtist víðátta Suðurlandsundirlendis og Vestmannaeyjar sjást úti við sjóndeildarhring og virðast ójarðneskt ævintýraland sem svífur í loftinu fremur en að vera umflotnar sjó.

Umsagnir

“Námskeiðið_ opnaði augu mín fyrir því að lífið væri fallegt og þess virði að lifa því”
Bára

“Ég fann hvað mig langaði að gera í framtíðinni og sjálfstraustið óx með hverri klukkustund”
Guðný

“Þarna kynntist ég hópi af yndislegustu konum jarðar og naut hverrar einustu sekúndu, því að ég uppgötvaði nýja mannesku … sem er ,,ég”
Gýgja

“Þarna fékk ég vonina um að ég gæti gert allt sem ég ætlaði mér. Sú hugsun gaf mér svo mikla hugarró og mér fannst ég hafa losnað úr gömlu og rykföllnu hjólfari”
Día

“Námskeiðið sendi ferskan blæ og birtu inn í hugann og vakti mig til umhugsunar um mig sjálfa og samskipti mín við aðra”
Bjarney

“Þetta námskeið opnaði huga minn fyrir því að ég er mikilvæg mannvera og get miðlað öðrum af reynslu minni. Ég fylltist af ótrúlegri orku og gerði mér grein fyrir því að ég get notað hana sjálfri mér til frama og hvatt aðra til dáða”
Þórunn

“Ég gerði mér miklu betri grein fyrir því hvar styrkleikar mínir liggja og ég ætla að vinna áfram með þann þátt”
Margrét

“Ég hef farið á mörg sjálfstyrkingarnámskeið en þetta námskeið hefur tekið hvað best á því hvað maður sjálfur er mikilvægur í að skapa og hlúa að eigin velllíðan, bæði í einkalífi og í starfi”
Lilja E

“Þetta námskeið var það sem ég þurfti til að byrja að vinna með sjálfa mig og læra að stjórna áreitunum í kringum mig. Fyrir mér var þetta byrjun á nýju og gleðiríkara lífi”
Lilja S

“Þegar ég kom í Fögruhlíð var mín fyrsta hugsun ,,hvað er ég að gera hér?”. Í dag er ég þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að kynnast sjálfri mér og koma auga á styrkleika mína sem ég hafði sett ofan í skúffu og lokað. Leiðbeinandinn hvatti mig óspart til frekari dáða og í dag er ég ánægðari og sáttari en nokkurn tíma áður”
Kolbrún

Fagrahlíð í Fljótshlíð
Fargrahlíð

Við getum ekki gert neitt mikilsvert – einungis smámuni með miklum kærleik.
Móðir Theresa

Skráning á námskeið:

Nafn (nauðsynlegt)

Netfang (nauðsynlegt)

Sími

Efni

Skilboð

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is