Um okkur

Liljan ehf var stofnuð þann 11 ágúst 1998, af Bergþóru Reynisdóttur, geðhjúkrunarfræðingi, MSc. Helsta markmið fyrirtækisins er geðmeðferðarvinna utan stofnana og mætti þar nefna viðtalsmeðferð, áfallahjálp, handleiðslu, ráðgjöf, fyrirlestra og námskeið.

Eftir að hafa starfað í langan tíma inni á stofnunum var stefnan tekin á að sinna geðrænum vandamálum fólks í þeirra eigin umhvefi. Mikilvægt er að fólk geti sinnt félagslegum þörfum og skyldum sínum á meðan á meðferðarvinnu stendur.

Það er ekki aðeins þjóðfélagslegur sparnaður, heldur miklu fremur það að fólki gefst kostur á að takast á við geðræn vandamál í eigin umhverfi, án fjárhagslegrar eða félagslegrar röskunar. Að sjálfsögðu nýtur öll fjölskyldan góðs af slíkum vinnubrögðum.

Mikilvægt er að bregðast sem fyrst við geðröskunum, vegna þeirra sem fyrir því verður og ekki síður fjölskyldu viðkomandi. Liljan ehf. veitir geðmeðferð og ráðgjöf, ásamt fræðslu og handleiðslu á geðsviði. Námskeiðið „Innri friður- Innri styrkur“ er nýtt innlegg Liljunnar ehf við að efla geðrækt.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is