Þjónusta

Geðhjúkrun í heimahúsum

Fólki býðst nú að meðferðaraðilinn komi inn á heimilið og vinni að geðmeðferðarvinnu í umhvefi einstaklingsins og á hans forsendum. Fólk sem notið hefur slíkrar þjónustu er almennt mjög ánægt og oftar en ekki hefur verið komist hjá innlögnum á geðdeildir. Aldur fólksins hefur verið allt frá 15 ára og að 83 ára aldri. Um 90% beiðna hafa verið vegna kvenna en 10% vegna karla.

Viðtalsmeðferð einstaklinga og hjóna

Liljan ehf býður fólki upp á viðtalsmeðferð á stofu sem er staðsett í starfsstöð félagsins að Álfhólsvegi 4 í Kópavogi, í kyrrlátu og fallegu umhverfi, þar sem ekki þarf að bíða á biðstofu. Fólk kemur á eigin vegum, án afskipta stofnana og greiðir sjálft fyrir þjónustuna. Viðtalið tekur um það bil 55 mínútur.

Áfallahjálp

Margir eiga um sárt að binda vegna hvers konar áfalla á lífsleiðinni. Áföllin geta komið fyrirvaralaust og fólk er almennt ekki viðbúið því að takast sjálft á við erfið tilfinningaleg verkefni eins og til dæmis dauðsföll og hjónaskilnaðir eru. Fyrst í stað er óskað eftir stuðningi í formi áfallahjálpar, síðar kemur inn meðferðarvinna ef fólki tekst ekki að vinna sig í gegnum sorgina á eigin forsendum. Sé þess óskað er komið heim til fólksins og miðast meðferðarvinnan við þarfir viðkomandi einstaklings/fjölskyldna.

Fræðsla

Fræðsla og fyrirlestrar á geðsviði er sniðin að þörfum einstaklinga og/eða hópa. Meðal annars er farið í fyrirtæki eða á annan þann stað þar sem fræðslan fer fram.

Handleiðsla og ráðgjöf

Starfsmenn stofnana og fyrirtækja geta fengið handleiðslu og eða ráðgjöf, til dæmis vegna úrvinnslu verkefna eins og samskiptaerfiðleika á vinnustað, eða aðstoð við vinnslu annara verkefna sem varða fólk og tilfinningar. Handleiðsla getur varðað einstaklinga eða hópa, allt eftir eðli og umfangi verkefnisins.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is