Starfsmenn

Lilja Ósk Sigurðardóttir

Bergþóra Reynisdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, MSc.

Bergþóra hefur starfað innan geðheilbrigðiskerfisins á þriðja tug ára, en sú reynsla fékk hana til að stíga ný skref og stofna eigið fyrirtæki, Liljuna ehf. Bergþóra hóf störf á Kleppsspítala strax eftir hjúkrunarfræðinám. Sérnámi í geðhjúkrun lauk Bergþóra fjórum árum síðar og lá leiðin þá á Reykjalund þar sem hún vann í fimm ár, meðal annars við að leggja grunn að geðsviði Reykjalundar. Þá fór hún til Akureyrar og starfaði sem geðhjúkrunarfræðingur við fjórðungssjúkrahúsið og tók meðal annars þátt í endurskipulagningu geðdeildar sjúkrahússins og störfum við heilsugæsluna á Akureyri í tvö ár. Bergþóra hafði einnig umsjón með geðhjúkrunarnámi við hjúkrunarnámsbraut Háskólans á Akureyri í nokkur ár. Bergþóra lauk masternámi í geðhjúkrunarfræðum við Háskóla Íslands vorið 2003 og nefndist ritgerðin hennar ,,Þöggun þunglyndra kvenna”. Rannsóknin byggir á áratuga reynslu Bergþóru af geðhjúkrunarstörfum viðsvegar í íslensku samfélagi.

Anna Linda Bjarnadóttir

Anna Linda Bjarnadóttir, lögmaður.

Anna Linda er í varastjórn félagsins. Anna Linda hefur komið að margvíslegum málefnum Liljunnar ehf og má þar sérstaklega nefna stofnun félagsins 1998, þar sem reynsla og þekking Önnu Lindu á því sviði er mikil, auk þróunarstarfa í tengslum við uppbyggingu félagsins. Anna Linda er ráðgjafi félagsins á sviði bókhalds og skattaráðgjafar ásamt öðrum lögfræðilegum málefnum.

Bjarni Bærings

Bjarni Bærings, lyfjafræðingur.

Bjarni er ráðgjafi félagsins á lyfjasviði, auk þess sem hann hefur tekið þátt í uppbyggingu og mótun félagsins.

Álfhólsvegur 4 - 200 Kópavogi
Sími: 863 6669
Netfang: liljan@liljan.is